Mongólíueik
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Mongólíueik (fræðiheiti: Quercus mongolica)[1][2] er eikartegund sem er ættuð frá Japan, suðurhluta Kúrileyja, Sakhalin, Mansjúríu, Mið- og Norður-Kína, Kóreu, Austur-Mongolíu og Austur-Síberíu. Hún getur orðið 30 m há.[3][4][5]
Remove ads
Flokkun
Mongólíueik var skráð og lýst af þýsk rússneska grasafræðingnum Ernst Ludwig von Fischer 1838. En hún var fyrst skráð á viðurkenndan hátt sem Quercus mongolica í Flora Rossica, 3, 2, bls. 589 af Karl Friedrich von Ledebour 1850.[6][7] Samnefni fyrir Quercus mongolica Fisch. ex Ledeb. eru: Quercus sessiliflora var. mongolica (Fisch. ex Ledeb.) Franch., Quercus mongolica var. typica Nakai nom. inval., Quercus crispula Blume, Quercus grosseserrata Blume, Quercus mongolica subsp. crispula (Blume) Menitsky, Quercus mongolica var. grosseserrata (Blume) Rehder & E.H.Wilson.[8][9]
Sumir höfundar vilja setja afbrigði sem sjálfstæðar tegundir, en útlitmunur er lítill og ekki hægt að staðfesta með erfðafræði. Er afbrigðið Quercus mongolica var. liaotungensis (Koidz.) Nakai stundum skráð sem sjálfstæð tegund: Quercus liaotungensis Koidz. (Syn.: Quercus wutaishanica Mayr)[10]
Afbrigðið Quercus mongolica v. crispa frá Japan (kallað Mizu-Nara) hefur reynst best í Finnlandi af tegundinni.[11]
Undirtegundir
Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[12]
- Q. m. crispula
- Q. m. mongolica
Litningatalan er x = 12. Einnig getur hún verið 2n = 24.[13]
Remove ads
Tilvísanir
Ytri tenglar
Viðbótarlesning
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads