Ryð

From Wikipedia, the free encyclopedia

Ryð
Remove ads

Ryð er heiti yfir efnasamsetningu járns (Fe) og súrefnis (O) og verður til þegar jónir þessara efna tengjast saman. Ryð er stökkt efni sem molnar við hnjask. Það getur verið gult, rauðleitt, brúnleitt eða dökkt á lit.

Thumb
Járn sem hefur ryðgað í sundur
Thumb
Galvaníseruð girðing bundin saman með málmvír sem ekki hefur verið ryðvarinn
Thumb
Ryð og óhreinindi á málmplötu.
Thumb
Ryðgun járns.

Hlutir úr járni eyðast smám saman vegna ryðs og eru því oft ryðvarðir eða húðaðir með einhverjum efnum til að hindra að súrefni komist að málminum. Ryðmyndun verður þegar óvarið járn kemst í snertingu við súrefni því þá streyma rafeindir frá járninu þannig að járnfrumeindirnar verða plúshlaðnar (Fe 2+ eða Fe 3+) en frumeindir súrefnisins (O2-) verða mínushlaðnar. Bakskautsvörn er notuð á skipum til að hamla gegn ryðmyndun.

Ryðfrítt stál er stál sem hefur verið sérstaklega meðhöndlað til að verjast ryði.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads