Samband íslenskra samvinnufélaga
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS), Sambandið eins og það er kallað í daglegu tali eða Samband eins og það var kallað erlendis var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.
SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.
Meðal annars rak SÍS skipadeild sem var stofnuð 1946 og sá um vöruflutninga í samkeppni við Eimskipafélag Íslands. Stuttu áður en annar samkeppnisaðili, Hafskip, varð gjaldþrota í lok árs 1985 stóð til að SÍS myndi kaupa fyrirtækið en á stjórnarfundi var kosið gegn því og munaði einu atkvæði.
Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína.
Remove ads
Forstjórar SÍS
Heimildir
- „Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra“. Sótt desember 2008.
- Saga Sambandsins (Ris veldi og fall). Leikstjóri Viðar Víkingsson. 1999.
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads