Síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera (stundum nefndur LUCA, sem stendur fyrir enska hugtakið „last universal common ancestor“[1][2][3]) er tilgáta um fyrstu frumuna sem gat af sér öll þrjú lén lífs á jörðinni: gerla, fyrnur og heilkjörnunga. Engar leifar af slíkri lífveru hafa fundist og ólíklegt að þær muni finnast þar sem nánast ekkert heilt berg er lengur til staðar á jörðinni frá þeim tíma. Vísindamenn hafa reynt að gera sér í hugarlund hvernig slík lífvera gæti hafa litið út út frá rannsóknum í sameindaþróunarfræði. Talið er að LUCA hafi verið til að minnsta kosti fyrir 3,6 milljörðum ára, og hugsanlega fyrir allt að 4,3 milljörðum ára.[4]

Þegar ættartré þeirra lífvera sem nú byggja jörðina er skoðað, virðist ljóst, meðal annars af sameiginlegri notkun allra lífvera á samsvarandi kjarnsýrum, að þessar lífverur eiga allar ættir sínar að rekja til sameiginlegs uppruna, fremur en að líf hafi þróast frá mörgum upprunastöðum. Fyrsti sameiginlegi forfaðir allra lífvera er tilgáta um líf sem ekki var fruma, en var fyrirrennari LUCA og annarra þróunarlína sem síðan hurfu. Eitt af því sem vísindamenn greinir á um er hvort vírusar komu fram á undan eða eftir LUCA.[5]
Þótt engin ummerki hafi fundist um LUCA eru líffræðingar almennt sammála um tilvist hans, þar sem lífefnafræðilegir eiginleikar allra núlifandi lífvera eru í grundvallaratriðum þeir sömu. Þannig er hægt að geta sér til um gerð LUCA með því að skoða sameiginleg einkenni nútímaerfðaefna. Þannig hefur LUCA verið með tvöfalt lípíðlag, haft erfðaefni með ríbósóm, og verið fær um umritun og þýðingu frá DNA og RNA til próteina.
Remove ads
Tilvísun
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads