Sambíóin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sambíóin er íslenskt fyrirtæki sem rekur kvikmyndahús. Fyrirtækið var stofnað 1. janúar 1990[1] af Árna Samúelssyni. Kvikmyndahúskeðja Árna samanstóð af Bíóhöllinni í Álfabakka 8 sem opnaði 2. mars 1982, Bíóborginni sem opnaði í húsnæði Austurbæjarbíós að Snorrabraut 37 þann 20. maí 1987[2] og Nýja bíó í Keflavík. Með tilkomu Bíóhallarinnar var í fyrsta skipti hægt að sjá nýjustu stórmyndirnar á sama tíma og þær voru sýndar erlendis.[3] Kvikmyndakeðja Árna Samúelssonar byrjaði að auglýsa undir nafninu 29. nóvember 1991. Sama dag opnuðu Sambíóin kvikmyndahúsið Saga-Bíó í Álfabakka 8.[4]
Í október 1993 settu Sambíóin upp sjóðsvélar eftir að ríkisskattstjóri sendi Sambíóunum fyrirmæli um að skrá bæði miða- og sælgætissölu. Þá voru sjóðsvélar þegar komnar í kvikmyndahúsið Regnbogann.[5] Rekstur Sambíóana var þó ekki bundinn við kvikmyndahús því í júlí 1994 hófu Sambíóin samstarf við Saga film og Japis við stofnun kapalsjónvarps[6] og í september sama árs stofnuðu Sambíóin útvarpstöðina FM (sem síðar varð FM 957) sem hafði aðstöðu í höfuðstöðvum Sambíóanna í Mjóddinni í Reykjavík.[7]
Sambíóin stækkuðu við sig 26. desember 1996 með opnun Sambíóanna í Kringlunni, kaupum þeirra á Nýja bíó í Akureyri árið 2000 og síðar opnuðu Sambíóin kvikmyndahús í Egilshöll 4. nóvember 2010.[8]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads