Scottie Thompson
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Scottie Thompson (fædd Susan Scott Thompson, 9. nóvember 1981) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Brotherhood, NCIS og Trauma.
Remove ads
Einkalíf
Thompson fæddist í Richmond, Virginíu. Thompson útskrifaðist frá Harvard-háskóla árið 2005 með gráðu í Performance Studies og bókmenntum, með áherslu á frönsku og Postcolonial vinnu. Thompson kynntist leiklistinni við nám og kom fram í nokkrum leikritum á borð við: Macbeth (2002), Marisol (2003) og The Oresteia (2005). Eftir útskrift þá fluttist Thompson til New York-borgar til að fylgja eftir leiklistarferli sínum.
Remove ads
Ferill
Fyrsta hlutverk Thompson var í kvikmyndinni Center Stage sem aukaleikari árið 2000. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við: Star Trek, Skyline og Pornstar. Árið 2006 fékk Thompson gestahlutverk sem Shannon McCarthy í Brotherhood og á sama tíma fékk hún stórt gestahlutverk sem Jeanne Benoit í NCIS þar sem hún lék kærustu Tony Dinozzos. Árið 2009 var Thompson með gestahlutverk í Trauma sem hún lék frá 2009-2010. Thompson hefur einnig komið fram sem gestaleikari í öðrum þáttum á borð við: CSI: Miami, Ugly Betty, Eli Stone, Bones, The Closer og Rizzoli & Isles.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads