Selvogur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Selvogur er vogur og samnefnd byggð á Suðurstrandavegi milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þar var lengi mjög einangrað byggðalag og komst rafmagn ekki á í sveitina fyrr en eftir 1970 og lá eingöngu malarvegur þangað. Fyrr á öldum var töluverð byggð þar og var stundað útræði þar á vetrum. Kirkja Selvogsbúa var Strandakirkja og var prestsetrið í Vogsósum en brauðið var lagt niður árið 1907. Séra Eiríkur Magnússon tók við Strönd í Selvogi árið 1677 og flutti að Vogsósum. Á þeim tíma voru 42 búendur í Selvogi og sjö búendur á höfuðbólinu Strönd. Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en er núna í eyði. Þar var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða. Einar Benediktsson bjó í Herdísarvík og hann ánafnaði Háskóla Íslands jörðina.

Remove ads

Heimild

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads