Sikileyjarsund

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sikileyjarsund
Remove ads

Sikileyjarsund er um 145 km breitt sund milli Sikileyjar og Túnis í miðju Miðjarðarhafi. Sundið skiptir Miðjarðarhafi í austur- og vesturhluta, þar sem Jónahaf er austan megin og Tyrrenahaf austan megin. Eyjan Pantelleria er í miðju sundinu, en austan við það er Malta og Möltubanki. Mesta dýpi í sundinu er 316 metrar. Ríkjandi hafstraumar eru frá vestri til austurs á yfirborðinu, en frá austri til vesturs við botninn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Thumb
Kort af Sikileyjarsundi.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads