Sjóvá
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sjóvá er íslenskt vátryggingarfélag sem rekur 12 útibú og er með 24 umboðs og þjónustuaðila á landinu. Fyrirtækið er stærsta íslenska tryggingafyrirtækið. Sjóvá þjónustar fyrirtæki og einstaklinga. Hagnaður fyrirtækisins á árinu 2004 var 3,59 milljarðar íslenskra króna[2], 3,76 milljarðar árið 2005 og 11,9 milljarðar árið 2006.[3] Sjóvá-Almennar tryggingar var a.m.k. að ⅔ í eigu Milestone ehf.. Eftir bankahrunið varð Sjóvá gjaldþrota og í ljós kom að fyrri eigendur höfðu notað tryggingarsjóði Sjóvár ólöglega til fjárfestinga. Sjóvá var selt sumarið 2011 við umdeildar kringumstæður.[4]
Sjóvá sýndi áhuga á fjármögnun verkefna sem lið í forvarnarstarfsemi sinni, í því augnamiði stofnaði það Forvarnarhúsið. Í desember 2006 stofnaði Sjóvá Suðurlandsveg ehf. ásamt nokkrum sveitarfélögum en markmið þess að er flýta fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. Sjóvá sýndi því einnig áhuga að koma að byggingu viðbyggingar Grensádeildar Landspítala - Háskólasjúkrahúss.
Remove ads
Þjónusta
Einstaklingum bjóðast á bruna-, fasteigna-, fartölvu-, innbús-, ferða-, sumarhúsa- , ökutækja-, hesta- og hundatryggingar. En auk þess líf-, sjúkdóma-, afkomu- og slysatryggingar sem dótturfyrirtæki Sjóvá, Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. sér um en Sjóvátryggingarfélag Íslands hf. bauð fyrst upp á líftryggingar árið 1934.
Fyrirtækjum býður Sjóvá þjónustu sem þeir nefna Grunnvernd en inní henni er falið innbrots og þjóðnaðar-, vatnstjóns-, rekstrarstöðvunar- og ábyrgðartrygging vegna tjóns þriðja aðila. Hægt er að semja um frekari tryggingar til viðbótar. Viðskiptavinir Glitnis banka hljóta sérkjör en þar til nýlega átti Milestone ehf. hluta í bankanum.
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads