Skírnir
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Skírnir – Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags er tímarit sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Það varð til við sameiningu tímaritanna Skírnis og Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags en er yfirleitt nefnt Skírnir í daglegu máli. Það kemur út í tveimur tölublöðum á hverju ári og birtir fyrst og fremst fræðilegar greinar um bókmenntir, sagnfræði, heimspeki og fleira. Skírnir er ritrýnt tímarit.

Skírnir er elsta tímarit á íslensku sem enn kemur út, og raunar elsta tímarit á öllum Norðurlöndum. Fyrsta eintakið kom út í Kaupmannahöfn haustið 1827 og tók við af Íslenzkum sagnablöðum sem bókmenntafélagið hafði áður gefið út. Fyrst flutti það fréttir, en um aldamótin 1900–1901 var því alfarið breytt í menningartímarit. Tímaritið var prentað í Kaupmannahöfn til ársins 1890, en eftir það í Reykjavík.
Remove ads
Tengt efni
Tengill
- Vefsíða Hins íslenska bókmenntafélags
- Skírnir á Timarit.is
- Skírnir – elsta tímarit á Norðurlöndum; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1963
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads