Skopstæling
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Skopstæling (eða paródía) er haft um það sem Forngrikkir nefndu parodíu (af para = við hliðina á og ode = söngur) og er gamansöm eftirlíking alvarlegs listaverks eða þegar háleitt efni er klætt í (gamansaman) hversdagsbúning. Skopstæling var upphaflega helst stunduð innan kveðskapar en núna eru til skopstælingar innan allra listgeira, bókmennta svo og mynd- og tónlistar. Aristófanes var meistari skopstælinga með Grikkjum. Ágætt íslenskt dæmi um skopstælingu eru Þerriblaðsvísur eftir Hannes Hafstein en þar skopstældi hann 16 íslensk skáld frá síðari öldum.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads