Skuggaþöll

From Wikipedia, the free encyclopedia

Skuggaþöll
Remove ads

Skuggaþöll (fræðiheiti: Tsuga diversifolia,[2] á japönsku kometsuga 米栂) er tegund barrtrjáa ættuð frá japönsku eyjunum Honshū, Kyūshū, og Shikoku. Í Evrópu og Norður-Ameríku er hún stundum garðtré og hefur verið í ræktun síðan 1861 fyrir tilstilli John Gould Veitch.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Lýsing

Tsuga diversifolia er sígrænt tré sem verður 25 metra hátt. Krónan er mjó, þétt og keilulaga. Ungir sprotar eru stuttir, föl-hærðir og og skærappelsínugulir til rauðbrúnir á lit. Þéttstæðar barrnálarnar eru bandlaga-aflangar, 5 til 15 mm langar og að 2.4 mm breiðar. Þær eru dökkgrænar, gljáandi og og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan.[3]

Börkurinn appelsínugulbrúnn að lit, með grunnum sprungum og flagnar þversum. Brumin eru dökk purpurarauð. Könglarnir eru 1,8 til 2,8 sm langir, sívalt egglaga og nær stilklausir. Þeir eru dökkbrúnir, hangandi og köngulskeljarnar eru lítið eitt íhvolfar og rifflaðar.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads