Smákettir
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Smákettir (fræðiheiti: Felis) er ættkvísl rándýra af kattardýraætt. Ættkvíslin telur meðal annars heimilisköttinn. Minnsta Felis-tegundin er svartfættur köttur (F. nigripes) sem er 38-42 cm að lengd, og sú stærsta er skógarköttur (F. chaus) sem er 62-76 cm að lengd.[1]
Erfðafræðirannsóknir benda til þess að Felinae-ættkvíslrnar Felis, Otocolobus og Prionailurus, hafi greinst frá sameiginlegum forföður kattardýra í Evrasíu fyrir 6,2 milljón árum, og að ættkvíslin Felis hafi greinst frá hinum fyrir um 3,04 til 0,99 milljón árum.[2][3]
Remove ads
Tegundir
Carl Linnaeus taldi allar kattartegundir til ættkvíslarinnar Felis til ársins 1758.[4] Seinni tíma flokkunarfræðingar skipta kattardýrum í nokkrar ættkvíslir. Árið 1917 endurskoðaði breski dýrafræðingurinn Reginald Innes Pocock ættkvíslina Felis og taldi þá til hennar aðeins þær tegundir sem koma fram í töflunni hér fyrir neðan.[1] Áætlaður tími aðgreiningar er gefinn upp fyrir milljónum ára, byggt á greiningum á genabútum.[2]
Pocock setti manúlköttinn einan í ættkvíslina Otocolobus.[1] Aðrir vísindamenn vilja heldur flokka hann með Felis.[18]
Sumir vísindamenn telja kínverska eyðimerkurköttinn vera undirtegund F. silvestris.[19]
Þróunartré
Þróunartengsl núlifandi Felis-tegunda eru sett fram í eftirfarandi skýringarmynd:[2]
|
Útdauðar Felis-tegundir
Útdauðar Felis-tegundir sem hafa uppgötvast sem steingervingar eru meðal annars:
Remove ads
Heimild
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads