Smákettir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Smákettir
Remove ads

Smákettir (fræðiheiti: Felis) er ættkvísl rándýra af kattardýraætt. Ættkvíslin telur meðal annars heimilisköttinn. Minnsta Felis-tegundin er svartfættur köttur (F. nigripes) sem er 38-42 cm að lengd, og sú stærsta er skógarköttur (F. chaus) sem er 62-76 cm að lengd.[1]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun ...

Erfðafræðirannsóknir benda til þess að Felinae-ættkvíslrnar Felis, Otocolobus og Prionailurus, hafi greinst frá sameiginlegum forföður kattardýra í Evrasíu fyrir 6,2 milljón árum, og að ættkvíslin Felis hafi greinst frá hinum fyrir um 3,04 til 0,99 milljón árum.[2][3]

Remove ads

Tegundir

Carl Linnaeus taldi allar kattartegundir til ættkvíslarinnar Felis til ársins 1758.[4] Seinni tíma flokkunarfræðingar skipta kattardýrum í nokkrar ættkvíslir. Árið 1917 endurskoðaði breski dýrafræðingurinn Reginald Innes Pocock ættkvíslina Felis og taldi þá til hennar aðeins þær tegundir sem koma fram í töflunni hér fyrir neðan.[1] Áætlaður tími aðgreiningar er gefinn upp fyrir milljónum ára, byggt á greiningum á genabútum.[2]

Nánari upplýsingar Tegundir, Mynd ...

Pocock setti manúlköttinn einan í ættkvíslina Otocolobus.[1] Aðrir vísindamenn vilja heldur flokka hann með Felis.[18]

Sumir vísindamenn telja kínverska eyðimerkurköttinn vera undirtegund F. silvestris.[19]

Þróunartré

Þróunartengsl núlifandi Felis-tegunda eru sett fram í eftirfarandi skýringarmynd:[2]

Felidae
Felinae
Felis

Heimilisköttur (F. catus)

Evrópskur villiköttur (F. silvestris)

Afrískur villiköttur (F. lybica)

Kínverskur eyðimerkurköttur (F. bieti)

Sandköttur (F. margarita)

Svartfættur köttur (F. nigripes)

Skógarköttur (F. chaus)

aðrar þróunarlínur Felinae

Pantherinae

Útdauðar Felis-tegundir

Útdauðar Felis-tegundir sem hafa uppgötvast sem steingervingar eru meðal annars:

  • Felis lunensis (Martelli, 1906)[20]
  • Felis wenzensis (Stach, 1961)[21]
Remove ads

Heimild

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads