Blikreynir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Blikreynir
Remove ads

Blikreynir (Sorbus chamaemespilus) er tegund af reyni upprunninn úr fjöllum mið- og suður-Evrópu, frá Pýreneafjöllum austur yfir Alpafjöllin til Karpatafjalla að Balkanskaga, í allt að 2500 m. hæð yfir sjávarmáli.[1]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Lýsing

Þetta er runni, allt að 2-3m hár. Blöðin eru oddbaugótt, 3–7sm löng, með hvössum oddi og sagtenntum kanti; þau eru græn báðum megin, án hvítu hæringarinnar sem er á flestum tegundum í undirættkvísl Aria. Blómin eru bleik, með fimm framstæð krónublöð 5–7mm löng; þau eru í hálfsveip sem er 3–4sm að ummáli. Berin eru kringlótt, rauð, 10–13mm að ummáli.[1][2]

Þetta er ein tveggja tegunda í undirættkvíslinni Chamaemespilus, sem greinist frá öðrum undirættkvíslum reyni á bleikum (ekki hvítum)blómum með framstæðum krónublöðum (ekki flötum).[2]

Remove ads

Myndir


Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads