Fjallareynir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Fjallareynir
Remove ads

Fjallareynir (fræðiheiti Sorbus commixta) er tegund trjáa í rósaætt, upprunnin frá Japan, Sakhalin og Kóreu.[2][3][4]

Staðreyndir strax ', Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Orðsifjar

Seinni hluti fræðiheitisins; commixta þýðir blandað eða flækt saman.[5]

Japanska heitið, 七竈 (nanakamado, ナナカマド), þýðir bókstaflega "sjö (sinnum í) arininn" og vísar til eiginleika hans sem eldiviðar, þar sem hann brennur ekki alveg upp í arineldi jafnvel eftir endurtekna notkun.[6]

Lýsing

Fjallareynir er smátt til meðalstórt tré sem verður 7 - 10 m hátt, sjaldan 18 m, með ávalri krónu. Börkur er brúnleitur á ungum greinum og verður silfurgrár með aldrinum. Blöðin eru fjöðruð, 20 - 30 sm löng. Blöðin samanstanda af 11-17 smáblöðum, hvert 4 - 7sm langt og 1 - 2,5 sm breitt, sagtennt; Þau verða rauð til purpuralit að haust. Blómin eru 6–10 mm að þvermáli; þau eru í hálfsveip sem er 9 - 15 sm að þvermáli. Berin að hausti eru skær rauðgul til rauð, 7 - 8 mm að þvermáli.[3][4][7]

Plöntur frá Hokkaidō, Kúrileyjum og Sakalínfylki eru stundum taldar sér undirtegund: Sorbus commixta var. sachalinensis, með stærri smáblöðum; að 9 sm löng.[4]

Remove ads

Ræktun

Hann er lítið þekktur á Íslandi en hefur reynst vel í Grasagörðunum.[8] Tré í Danmörku eru jafnan ágrædd á Sorbus aucuparia.[9]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads