Úlfareynir
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Úlfareynir (fræðiheiti: Sorbus hostii) [1] er reynitegund sem var fyrst lýst af Nikolaus Joseph von Jacquin, og fékk sitt núverandi fræðiheiti af Karl Heinrich Koch. Engar undirtegundir finnast skráðar í Catalogue of Life.[1][2]


Remove ads
Lýsing
Þetta er hægvaxandi runni eða lítið margstofna tré sem nær 3 til 6 metrum, venjulega 2 - 3 m. Dökkgræn blöðin eru stakstæð, sporbaugótt, hvasstennt, stundum grunnsepótt við stilk. Blómin eru bleik í sveip. Berin eru rauðgul til rauð.[3]
Uppruni
Úlfareynir er uppruninn frá Austurríki, Slóvakíu, Ölpunum og nyrðri hluta Karpatafjalla. Hann er talinn vera blendingur af Sorbus chamaemespilus & alpareyni (s. mougeotii).[4]
Reynsla á Íslandi
Hefur verið ræktaður hér á landi frá því snemma á 9. áratug 20 aldar. Kelur lítið sem ekkert og blómstrar og þroskar ber árlega.[5]
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads