Spilling í stjórnmálum á Íslandi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Spillingarmál þar sem stjórnmálamenn koma við sögu eru algeng, og hafa nokkuð langvarandi áhrif á umrædda stjórnmálamenn sem og þjóðfélagsumræðuna þar sem þau koma upp. Oft er lítill eða enginn greinarmunur gerður á umræða um spillingarmál þar sem grunur var um spillingu, þar sem sannanir komu fram, þar sem pólitísk afsögn átti sér stað, og þar sem dæmt er í sakamáli tengt umræddri spillingu. Ennfremur hafa spillingarmál oft víðtæk áhrif út í samfélagið, sem getur leitt til sakamála höfðuð gegn öðrum en stjórnmálamönnunum.
![]() |
Lagt hefur verið til að þessi grein verði sameinuð við Stjórnmálahneyksli á Íslandi. Hægt er að ræða þessa tillögu á spjallsíðu greinarinnar. |
![]() |
Deilt er um hlutleysi þessarar greinar. |
Remove ads
Spillingarmál
Remove ads
Lekamálið (2014-2015)
Lekamálið snérist um upplýsingaleka úr Innanríkisráðuneytinu undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til fjölmiðla. Málinu lauk með afsögn ráðherra, en pólitískur aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var dæmdur fyrir aðild sína að málinu.
Borgunarmálið (2015-2016)
Í nóvember 2014 seldi Landsbankinn 31,2 prósent hlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða. Hluturinn var ekki auglýstur til sölu og voru kaupendur náskyldir fjármálaráðherra[7]. Í febrúar 2015, á aðalfundi fyrirtækisins, var ákveðið að greiða hluthöfum 800 milljónir króna í arð, í fyrsta sinn síðan 2007.
Orka Energy (2015)
Illugi Gunnarsson var í launuðu starfi hjá Orku Energy eftir að hann vék tímabundið af þing eftir hrun. Orka Energy keypti húsið hans, sem hann leigði af þeim þangað til í Desember 2015. Stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson er einnig náinn vinur Illuga. Orka Energy komst í fordæmalausa "stjórnskipulega stöðu" sem framkvæmdaaðili fyrir hönd ríkisins í samstarfi við Kína. [8] [9] [10]
Ráðning Baldurs Guðlaugssonar (2016)
Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur, var skipaður formaður hæfnisnefndar sem metur umsækjendur um starf skrifstofustjóra í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Baldur hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétt 2012 fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skipar hæfnisnefndina. Baldur er tengdur Sjálfstæðisflokknum og var í hinum svonefnda Eimreiðarhóp á yngri árum
Remove ads
Sjá einnig
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads