Stálfjall

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Stálfjall er fjall (650 m.y.s.) við norðanverðan Breiðafjörð, á milli Barðastrandar og Rauðasands. Það er bratt, klettótt og skriðurunnið í sjó fram og víðast lítið sem ekkert undirlendi. Suðurhlíðar þess kallast Skorarhlíðar Rauðasandsmegin og Sigluneshlíðar Barðastrandarmegin og var þar áður gönguleið milli byggðanna, erfið og hættuleg.

Staðreyndir strax Hæð, Land ...

Mikil surtarbrandslög eru í Stálfjalli og þar var kolanáma, Stálfjallsnáma, á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads