Stefán Máni

íslenskur rithöfundur From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Stefán Máni Sigþórsson (f. 3. júní 1970) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur gefið út skáldsögur frá árinu 1996. Sögurnar eru á jaðri raunsæis, oft sagðar út frá sjónarhorni verkamanns og fjalla um skuggahliðar mannlegrar tilveru. Fyrsta skáldsaga hans, Dyrnar á Svörtufjöllum, kom út árið 1996 á eigin kostnað höfundar og vakti þó nokkra athygli. Glæpasagan Svartur á leik var tilnefnd til Glerlykilsins árið 2005. Árið 2012 var frumsýnd kvikmyndin Svartur á leik sem er byggð á samnefndri bók í leikstjórn[1] Óskars Þórs Axelssonar. Stefán Máni hefur fjórum sinnum hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, árið 2007 fyrir Skipið[2], 2013 fyrir Húsið[3] 2014 fyrir Grimmd [4] og Dauðinn einn var vitni 2025[5] Bækurnar hafa einnig verið valdar sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins.

Remove ads

Verk

Nánari upplýsingar Ár, Titill ...
Remove ads

Hörður Grímson

Stefán Máni kynnti Hörð Grímsson fyrir lesendum sínum árið 2009 í bókinni Hyldýpi. Bækurnar um Hörð hafa ekki komið út í beinni tímalínu en sögurnar eru sjálfstæðar, því er hægt að lesa bækurnar í hvaða röð sem er.

Sögurnar í þeirri röð sem þær gerast:

  • Svartigaldur
  • Krýsuvík
  • Aðventa
  • Horfnar
  • Dauðabókin
  • Hyldýpi
  • Húsið
  • Feigð
  • Grimmd
  • Hungur
  • Borg hinna dauðu
  • Dauðinn einn var vitni

Önnur útgáfa

  • 2008 - Draugabjallan. Smásaga í ritinu At og aðrar sögur: Sextán spennandi draugasögur. Útgefandi: Mál og Menning.[6]
  • 2001 - Neðanjarðarljóð. Charles Bukowski í þýðingu Stefáns Mána.[7]

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads