Ungmennafélagið Stjarnan

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Ungmennafélagið Stjarnan er íslenskt íþróttafélag í Garðabæ. Félagið var stofnað 30. október 1960 af séra Braga Friðrikssyni. Merki Stjörnunar var hannað af Einari D. G. Gunnlaugssyni 1968.

Staðreyndir strax Gælunafn/nöfn, Stytt nafn ...

Félagið er fjölgreinafélag og innan þess eru sjö deildir. Félagið keppir í knattspyrnu, handknattleik, fimleikum, körfuknattleik, sundi, lyftingum. En að auki er almenningsdeild innan félagsins. Meistaraflokkar karla og kvenna í fót-, hand- og körfubolta leika í efstu deild.

Í knattspyrnu hefur félagið einu sinni orðið Íslandsmeistari í karlaflokki, það var árið 2014, eftir dramatískan sigur á erkifjendunum FH í lokaumferð Íslandsmótsins. Auk þess hefur karlaliðið tvívegis unnið silfurverðlaun í bikarkeppni karla, árin 2012 og 2013. Árið 2014 komst liðið alla leið í síðustu umferð undankeppni UEFA cup. Liðið tapaði í síðustu umferðinni gegn ítalska stórliðinu Internazionale, einnig þekkt sem Inter Milan. Á leiðinni í leikinn gegn Inter Milan vann Stjarnan velska liðið Bangor City, skoska liðið Motherwell og pólska liðið Lech Poznan. Karlaliðið varð einnig heimsfrægt árið 2007 þegar að markafögn liðsins komust í erlenda miðla. Þar léku leikmenn liðsins m.a. eftir laxaveiði, fæðingu, sundkeppni, Rambó og klósetti. Auk þess komst lag stuðningsmannasveitar Stjörnunnar, Silfurskeiðarinnar, í heimsfrægð eftir að íslenska landsliðið komst í átta liða úrslit EM árið 2016. Það kallaðist „víkingaklappið“. Kvennamegin í knattspyrnunni hefur liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum og fengið ein silfurverðlaun. Þá hefur kvennaliðið einnig unnið bikarkeppnina þrisvar sinnum.

Í handknattleik hefur karlaliðið unnið bikarmeistaratitilinn þrisvar sinnum en aldrei orðið Íslandsmeistari. Kvennaliðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum og unnið bikarmeistaratitilinn einnig sjö sinnum.

Karlalið körfuknattsleiksdeildar félagsins hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari, 2025[1]. Kvennalið félagsins hefur hvorki unnið bikarkeppnina né Íslandsmótið.

Stúlknaliðið Stjörnunnar í fimleikum hefur orðið Íslandsmeistari nokkrum sinnum, auk þess að hafa orðið Norðurlandameistari og Evrópumeistari. Í Lyftingadeildinni starfað frækið íþróttafólk sem unnið hefur stóra sigra fyrir félagið og slegið mörg Íslandsmet.

Remove ads

Leikmenn meistaraflokks karla í handknattleik

  • Markmenn
    • 30 Sveinbjörn Pétursson
    • 12 Ólafur Rafn Gíslason
  • Hornamenn
    • 9 Hjálmtýr Alfreðsson
    • 21 Andri Hjartar Grétarsson
    • 22 Starri Friðriksson
  • Skyttur
    • 26 Ólafur Gústafsson
    • 24 Guðmundur Sigurður Guðmundsson
    • 19 Ari Magnús Þorgeirsson
    • 13 Eyþór Magnússon
  • Leikstjórnendur
    • 15 Hrannar Bragi Eyjólfsson
    • 7 Ari Pétursson
    • 8 Stefán Darri Þórsson
  • Línumenn
    • 10 Sverrir Eyjólfsson
    • 11 Garðar Benedikt Sigurjónsson
    • 18 Brynjar Jökull Guðmundsson
  • Þjálfarar og starfsmenn
    • Þjálfari Einar Jónsson
    • Aðstoðarþjálfari Jóhann Ingi Guðmundsson
    • Liðstjóri Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson
Remove ads

Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu

  • Markmenn
    • 29 Arnar Darri
    • 1 Ingvar Jónsson
    • 25 Sveinn Sigurður Jóhannesson
  • Varnarmenn
    • 2 Jóhann Laxdal
    • 9 Daníel Laxdal (fyrirliði)
    • 21 Baldvin Sturluson
    • Aron Heiðdal
  • Miðjumenn
    • 7 Atli Jóhannson
    • 4 Jóhann Laxdal
    • 5 Björn Pálsson
    • 10 Halldór Orri Björnsson
    • 14 Birgir Hrafn Birgisson
  • Framherjar
    • 24 Garðar Jóhannson
    • Ólafur Karl

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads