Styx
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Styx (Styxfljót eða Stígsfljót) (stundum nefnt „hið óttalega eiðsvatn“) er undirheimafljót í grískri goðafræði sem guðirnir vinna eiða sína við þegar mikið liggur við.

Styx er ein kvísl af Ókeansstraumi, sem rennur niður í undirheima. Í Ódysseifskviðu eru þar talin þrjú fljót önnur: Akkeron, Kokytos (tárafljót) og Pyriflegeþon (eldfljót). Mætast Kokytos og Pyriflegeþon, falla loks í Akkeron og mynda öll óskaplegan dunandi flaum. Síðar hugsuðu menn sér, að Akkeron myndaði takmörk undirheima.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads