Styx

From Wikipedia, the free encyclopedia

Styx
Remove ads

Styx (Styxfljót eða Stígsfljót) (stundum nefnt „hið óttalega eiðsvatn“) er undirheimafljót í grískri goðafræði sem guðirnir vinna eiða sína við þegar mikið liggur við.

Thumb
Styx, eftir Gustave Doré, 1861

Styx er ein kvísl af Ókeansstraumi, sem rennur niður í undirheima. Í Ódysseifskviðu eru þar talin þrjú fljót önnur: Akkeron, Kokytos (tárafljót) og Pyriflegeþon (eldfljót). Mætast Kokytos og Pyriflegeþon, falla loks í Akkeron og mynda öll óskaplegan dunandi flaum. Síðar hugsuðu menn sér, að Akkeron myndaði takmörk undirheima.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads