Super Nintendo Entertainment System
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Super Nintendo Entertainment System, einnig þekkt sem Super Nintendo, Super NES eða SNES (borið fram annaðhvort sem orð eða skammstöfun), er 16-bita leikjatölva gefin út af Nintendo í Norður-Ameríku, Brasilíu, Evrópu og Ástralíu. Í Japan og Suð-Austur Asíu er hún þekkt sem Super Family Computer eða Super Famicom. Í Suður Kóreu er hún þekkt sem Super Comboy og var dreifð af Hyundai Electronics.

SNES var önnur leikjatölva Nintendo, á eftir Nintendo Entertainment System (NES). Þar sem fyrri útgáfan hafði rembst við að ná vinsældum í PAL löndunum og stórum hlutum í Asíu, SNES náði vinsældum alls staðar, þó það náði ekki jafn miklum vinsældum í Suð-austur Asíu og Norður-Ameríku útaf andstæðingnum, Sega Mega Drive leikjatölvunni (gefin út í Norður-Ameríku sem Genesis). Þrátt fyrir að byrja seint náði SNES að verða mest selda leikjatölvan á 16-bita tímabilinu.
Remove ads
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads