Höfgasýrena
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Höfgasýrena (fræðiheiti Syringa emodi)[1] er lauffellandi runni af smjörviðarætt, ættaður frá Himalajafjöllum í 2000-3000m hæð (frá Afghanistan til Nepal). Hæð er að 5 metrar og blómstrar hún illþefjandi (að sögn) hvítum til rauðleitum blómum.
Remove ads
Orðsifjar
Emodi mun vera dregið af sanskrít hima, sem þýðir 'snjór' (Nafn Himalajafjalla er dregið af sanskrítarorðinu hima-alaya: 'snæheimur'). Syringa kemur úr gríska orðinu syrinx, sem þýðir 'pípa' eða 'rör'. Nafnið kemur til vegna notkunar á holum stönglum tegundanna sem voru notaðir í flautur. Í grískum goðsögnum var dísinni Syringa breytt í reyr.[2] Önnur kenning um viðurnefnið emodi, er að samkvæmt Ptolamaiosi hafi fjall í Himalajafjallgarðinum heitið Emodus.[3]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads