Talnaborð

From Wikipedia, the free encyclopedia

Talnaborð
Remove ads

Talnaborð er borð með fjölda takka sem notað er sem inntakstæki. Á tökkunum eru yfirleitt tölustafir, bókstafir og tákn. Talnaborð má finna á reiknivélum, símum og eldri farsímum, talnalásum og hurðalásum. Á mörgum tölvulyklaborðum eru talnaborð hægra megin notuð til innsláttar tölustafa.

Thumb
Talnaborð á heimasími

Skipan talnanna er misjöfn eftir notkun. Á flestum símum eru tölurnar 123 í efstu röðinni en á flestum reiknivélum og lyklaborðum eru þessar tölur neðst. Talnaborð í símum eru einnig með önnur tákn, t.d. * (stjörnumerki) og # (tvíkross), báðum megin við núllið. Á símum eru bókstafir oft fyrir ofan tölurnar, en þeir eru notaðir til að stafa orð eða sem áminning á símanúmerum. Á reiknivélum er einnig að finna grunnreikniaðgerðirnar fjórar ásamt tugabrotskommu og tökkum fyrir flóknari útreikning.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads