Berbísk tungumál

From Wikipedia, the free encyclopedia

Berbísk tungumál
Remove ads

Berbísk tungumál (berbískt heiti: Tamaziɣt eða Tamazight) eru afró-asísk tungumálaætt eða hópur náskyldra mállýska innfæddra í Norður-Afríku. Berbísk mál eru töluð í Marokkó og Alsír og af minni hópum í Líbýu, Túnis, Norður-Mali, Vestur- og Norður-Níger, Norður-Burkina Faso, Máritaníu og í Siwa-vin í Egyptalandi. Frá sjötta áratugnum hefur stór fjöldi berbískumælendur búið í Vestur-Evrópu. Alls tala um 10 - 12 milljónir málin. Þar af eru um 3,6 milljónir utan Marokkó og Túnis. Meðal annars 1,5 milljónir í Frakklandi, um 800 þúsund í Malí og um 720 þúsund í Níger.

Thumb
Útbreiðslukort.

Árið 2001 varð berbíska eitt þjóðarmála Alsírs þegar hún var skrifuð í nýja stjórnarskrá og árið 2011 varð hún eitt stjórnskrármála Marokkós.

Helstu mállýskur eru kabýle í Alsír, riff í Marokkó og Alsír, slúh í Marokkó og Máritaníu og tamasjek-mál túareg-hirðingja sem dreifðir eru um eyðimerkursvæði Alsír, Líbíu, Níger, Malí og Búrkína Fasó. Útdautt mál á Kanaríeyjum, gvantsje, var að líkindum berbamál.

Berbamál eru að mestu rituð með arabísku letri nema tamsjek sem ritað er með allfornri samhljóðaskrift er nefnist tífínagh.

Viðurkenning á berbískum tungumálum hefur aukist á 21. öldinni, þar sem Marokkó og Alsír bættu tamazight við sem opinbert tungumál í stjórnarskrár sínar árið 2011 og 2016, talið í sömu röð.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads