Teide

From Wikipedia, the free encyclopedia

Teide
Remove ads

Teide er eldfjall á eyjunni Tenerife á Kanaríeyjum, Spáni. Efsti tindur fjallsins er í 3.718 metra hæð yfir sjávarmáli, en Teide er hluti af Parque Nacional del Teide, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Teide er hæsta fjall Spánar og eitt af stærstu eldfjöllum heims.

Thumb
Teide
Thumb
Teide séð úr norðri.

Tenerife er eyja byggð um fjallið El Teide sem er að rúmmáli þriðja stærsta eldfjall veraldar. Tenerife þýðir Hvítafjall á máli innfæddra, "tene-" (fjall) "-ife" (hvítur).

Í leiðarbókum Kólumbusar segir 9. ágúst 1492: „Þeir sáu elda mikla stíga frá hábungu Tenerifeeyjar, sem er afar há.“ Kólumbus kom aldrei sjálfur til Tenerife-eyjar, en svo virðist sem hann hafi séð eldfjallið Teide á bakaleiðinni frá La Gomera áður en hann hélt í leiðangurinn yfir Atlantshafið. Aðrar heimildir um eldgosið 1492 hafa þó ekki fundist. Síðasta gos var árið 1909.

Remove ads

Heimildir

Thumb
Teide eldfjall og Roques de García
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads