Thomas Müller

From Wikipedia, the free encyclopedia

Thomas Müller
Remove ads

Thomas Müller (fæddur 13. september 1989 í Weilheim í Efra-Bæjaralandi) er þýskur knattspyrnumaður sem spilar með Vancouver Whitecaps FC Hann spilaði með aðalliði FC Bayern München í 17 ár. Müller hefur margoft orðið bæði þýskur meistari og bikarmeistari og unnið þrefaldan meistaratitil, bikarsigur og meistaradeildina á árunum 2013 og 2020. Müller er stoðsendingahæstur í Bundesligunni frá upphafi og með flestar stoðsendingar á einu tímabili. Hann er 7. markahæsti og 4. leikjahæsti leikmaðurinn í Meistaradeild Evrópu.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Núverandi lið ...

Árið 2014 varð hann heimsmeistari með þýska landsliðinu. Hann hætti með landsliðinu áratugi síðar eða eftir EM 2024.

Remove ads

Líf utan vallar

Thomas Müller var altarisstrákur í heimabæ sínum í Pähl im Pfaffenwinkel, sem ungur drengur. Müller gekk í menntaskóla í Weilheim, sem hann lauk stúdentsprófi árið 2008.[1] Hann hefur verið giftur síðan 2009 og er eiginkona hans Lisa Müller er mikil hestakona. Hjónin rækta hesta í frístundum. [2]

Titlar

Bayern München

  • Þýska úrvalsdeildin: 2009/2010, 2012/2013, 2013/2014, 2014/2015, 2015/2016, 2016/2017, 2017/18, 2018/19, 2019/20, 2020/21, 2021/22, 2022/23
  • Meistaradeild Evrópu: 2012/2013, 2019/20
  • Þýska bikarkeppnin: 2009/2010, 2012/2013, 2013/2014, 2015/2016, 2018/19, 2019/20
  • Þýski deildarbikarinn: 2010, 2012, 2016, 2017, 2018, 2020
  • Uefa Super Cup: 2013, 2020
  • HM félagsliða: 2013

Þýskaland

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads