Trans fólk

From Wikipedia, the free encyclopedia

Trans fólk
Remove ads

Trans fólk[a] eru einstaklingar sem upplifa að kynvitund og kyntjáning þeirra í samfélaginu sé önnur en það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu af lækni eða ljósmóður. Í vestrænum samfélögum, líkt og víðar, er hin hefðbundna kynjatvíhyggjuskipting í karla og konur algengust. Sá sem áður flokkaðist sem kona, en flokkar sig nú sem karl, kallast trans karl. Sú sem áður flokkaðist sem karl, en flokkar sig nú sem konu, kallast trans kona. Margt trans fólk upplifir vanlíðan í sínu fyrra kynhlutverki eða með líkama sinn, og sækjast sumir eftir hormónameðferð, skurðaðgerðum, eða sálfræðiaðstoð.[1] Það að vera trans er óháð kynhneigð.[2]

Thumb
Fáni trans fólks var kynntur til sögunnar árið 2000.

Orðið trans er latína og merkir „þversum, handan megin við, á hinni hliðinni“[3] og er þar með vísun í að einstaklingur sé á annarri hlið í framsetningu kyns síns. Íslenskanir á orðinu hafa ekki náð mikilli útbreiðslu. Orðið „kynskiptingur“ var áður notað, en það þykir afar úrelt og niðrandi í dag þar sem hentugra er að tala um kynleiðréttingu.[4][5]

Á bilinu 0,3% til 0,6% einstaklinga skilgreina sig sem trans, eða einn af hverjum 200, samkvæmt bandarískri könnun frá árinu 2016.[6][7][8][9] Undirflokkarnir eru margir og mismunandi. Hugtakið transsexúal er notað um einstaklinga sem hafa gengist undir, eða hyggjast gangast undir, meðferðir og aðgerðir til að aðlaga líkama sinn að því kyni sem þeir samsama sig með.[10]

Remove ads

Heilbrigðisþjónusta

Sálfræðimeðferð

Þar sem margt trans fólk upplifir vanlíðan með kynhlutverk sitt, líkama sinn, eða samfélagslega fordóma getur sálfræðimeðferð verið til bóta fyrir fólk.[11]

Hormónameðferð

Mögulegt er að auka á kyneinkenni einstaklings með hormónameðferð þar sem ýmist eru gefin karl- eða kvenhormón. Karlhormónið, testósterón, eykur skeggvöxt, eykur vöðva, og dýpkar rödd. Kvenhormónin, estrógen og prógesterón, minnka skeggvöxt og láta fitu safnast fyrir á brjóstum og mjöðmum. Notkun hormóna getur haft í för með sér óæskilegar aukaverkanir, en þar sem ávinningurinn getur verið mikill og hægt er að draga úr vanlíðan fólks er stundum mælt með notkun þeirra.[12]

Hægt er að nota hormónahemla (hormónablokkera) fyrir börn með kynama. Slíkir hemlar seinka kynþroska og veita einstaklingum því aukinn tíma til að ákvarða hvort kynhlutverk hann vill uppfylla. Í þokkabót valda hormónahemlar beinþynningu.[12][13]

Skurðaðgerðir

Líkt og hormónameðferð geta skurðaðgerðir aukið eða breytt kyneinkennum einstaklings og er hlutverk þeirra að draga úr vanlíðan einstaklingsins. Með kynleiðréttingaraðgerð er hægt að skapa eftirlíkingu typpis eða píku, fjarlægja brjóst eða bæta við brjóstum, og kvengera andlit með því að draga úr skörpum hornum. Ekki eru allir sem velja þessa leið þar sem aðgerðir eru aldrei áhættulausar. Sumum þykir ekki eftirsóknarvert að fara í aðgerð á eigin kynfærum, eða þá að fólk er hreinlega þokkalega sátt með eigin líkama.[12]

Remove ads

Tilvísanir

Neðanmálsgreinar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads