Hvítsmári

From Wikipedia, the free encyclopedia

Hvítsmári
Remove ads

Hvítsmári (eða hrútafífill og börn nefna stundum sápublóm) (fræðiheiti: Trifolium repens) er lágvaxin, fjölær jurt af ertublómaætt. Heimkynni hvítsmára eru Evrópa, Norður-Afríka og Vestur-Asía. Hvítsmári hefur verið fluttur víða annars staðar því hann er ágæt beitarjurt og hann er algengur á grassvæðum í Norður-Ameríku. Hvítsmári er niturbindandi eins og margar belgjurtir og skríður út til jaðranna og byggir jarðveginn upp. Oft má sjá grasvöxt inn í smárahringjunum.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...

Hvítsmári er notaður í kynbótaverkefnum þar sem honum er víxlað við aðrar tegundir.[1][2]

Remove ads

Ræktun og nytjar

Beitarjurt

Hvítsmári er talinn ein mikilvægasta beitarjurtin af ertublómaætt á tempruðum svæðum.[3] Niturbinding (allt að 545kg N á hektara á ári,[4] þó yfirleitt mun minna, þ.e. um 110 til 170 kg N N á hektara á ári[5]) í gerlahnúðum hvítsmára dregur úr eða eyðir þörf á nituráburði til að viðhalda frjósemi á beitarlöndum. Hvítsmári er oft notaður í blöndum með beitargrösum, svo sem vallarrýgresi(Lolium perenne),[6][7][8] Slíkar blöndur auka afurðir búfjár og minnka hættuna á því að það fái þembu sem kemur helst fyrir í hreinræktun.[9] Slíkar blöndur koma einnig í veg fyrir vandamál sem eru tengd við "cyanogenic glycoside" (linamarin og lotaustralin) upptöku á hreinum eða nær hreinum ökrum sumra hvítsmára afbrigða.[10] Hinsvegar, vandamál koma ekkert endilega í einræktun hvítsmára, og yfirburða framleiðsla jórturdýra næst stundum á einræktun hvítsmára.[11][12][13]

Grænn áburður og þekja

Hvítsmári á vel við með öðrum beitarjurtum, korni, og á milli raða með grænmeti.[14] Hvítsmári þolir að sleginn stutt eða mikið beittur, og hann þrífst í margskonar jarðvegi og mismunandi sýrustigi (þó að hann þrífist best í leirkenndum jarðvegi).[14] Sem belgjurt og harðgerð planta, er hann talinn nytsamlegur hluti náttúrulegs og ræktaðs beitilands og lóðahirðu vegna hæfileika síns til að binda nitur og kæfa illgresi (mosa). Náttúruleg niturbinding vinnur gegn næringartapi og viðheldur jarðvegsheilbrigði sem dragur úr mörgum lóðavandamálum sem myndu aukast við notkun tilbúnis áburðar.[15] Af þessum ástæðum er hann oft notaður sem grænn áburður og "cover crop".

Til matar

Thumb
Hvítsmári með fjögur lauf.

Auk þess að vera frábær beitarplanta fyrir búfé,[16] eru smárar verðmæt neyðarfæða: próteinríkir, algengir, og í miklu magni. Ferskar plönturnar hafa verið nýttar um aldir sem viðbót við salöt. Þær eru ekki auðmeltanlegar fyrir manneskjur hráar, hinsvegar er það auðleyst með því að sjóða þær í 5 til 10 mínútur. [17] Á Íslandi var hann soðinn í mjólk eða saxaður í salat ("kál").[18]

Thumb
Four leaf Trifolium repens, in its natural setting. Three-leaf shamrocks can be seen

T. repens er einnig álitinn lækningajurt í Indlandi gegn innyflaormum og rannsóknir í tilraunaglösum "in vivo" staðfesti að sprotar af T. repens hafa umtalsverða virkni gegn sníkjudýrum. [19]

Remove ads

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads