Tundurskeytabátur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Tundurskeytabátur
Remove ads

Tundurskeytabátur er lítill og hraðskreiður bátur sem ber tundurskeyti. Slíkir bátar eru notaðir gegn orrustuskipum óvinahers. Fyrstu bátarnir af þessari gerð báru tundurskeytin á bómu sem rekin var utan í óvinaskip en eftir 1866 gátu þeir sent af stað tundurskeyti með þrýstiloftsvél og skrúfu sem sigldu sjálf. Tundurskeytabátar voru litlir og ódýrir í framleiðslu. Því var hægt að nota þá í miklu magni gegn miklu stærri skipum. Ókosturinn við þá var að vegna lítillar drægni vélarinnar var ekki hægt að notast við þá á hafi úti.

Thumb
Fyrsti nútímatundurskeytabáturinn HMS Lightning smíðaður 1876.

Tundurspillirinn var hannaður seint á 19. öld til að verja stærri skip gegn árásum tundurskeytabáta með léttum og hraðvirkum fallbyssum.

Nú til dags eru hraðskreiðir eldflaugabátar notaðir í sama tilgangi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads