Tungnaá
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Tungnaá (eða Tungná) er jökulá sem kemur úr vesturhluta Vatnajökuls og fellur til suðvesturs um Tungnaáröræfi uns hún sveigir til norðurs í Tungnárkróki og rennur í gegn um Sigöldulón, Hrauneyjalón, Sporðöldulón og til Þjórsár. Hún er stærsta þverá Þjórsár en árnar tvær koma saman í Sultartangalóni þar sem er virkjunin Sultartangastöð. Áin hefur einnig verið virkjuð við Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búðahálsvirkjun. Tvær brýr eru yfir fljótið.

Áin er nefnd -Tuná eða -Túná í öllum fornum heimildum og aðeins fyrst -Tungnaá með Birni Gunnlaugssyni 1844, nafnið, að hún sé kennd við Biskupstungur, gæti því verið misskilin eftiráskýring.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads