Tyrkneska

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Tyrkneska (Türkçe, borið fram [tyɾktʃe]) er tyrkískt tungumál og þar af leiðandi eitt af hinum umdeildu altísku tungumálum. Hún er mest töluð í Tyrklandi en einnig af minni hópum á Kýpur, í Grikklandi og Austur-Evrópu, auk þess að vera töluð af nokkrum milljónum innflytjenda í Vestur-Evrópu. Tyrkneska er útbreiddasta tyrkíska málið og 65–73 milljónir manna hafa málið að móðurmáli. 85 af hundraði íbúa Tyrklands hafa tyrknesku að fyrsta máli en 12 kúrdísku. Eftirliggjandi 3 prósent deilast á um 30 mál sem sum hver eru milljónamál töluð í nágrannalöndunum svo sem armenska eða arabíska en mörg eru smámál á hverfanda hveli og í hættu á að leggjast af. Rætur tungumálsins má rekja til Mið-Asíu, þar sem fyrstu skrifin ná aftur um tæp 1.200 ár. Í vesturátt eru áhrifin aðallega af Ottómantyrknesku — sem er afsprengi tyrknesku tungunnar og var notuð í Ottómanstórveldinu og breiddist út samhliða því. Tyrkneska hefur verið rituð með latínuletri frá 1928 en var áður rituð með arabísku letri. Nafnorð í tyrknesku hafa sex föll. Enginn ákveðinn greinir er í málinu en ákveðni er oft sýnd með notkun þolfalls. Persónufornafn þriðju persónu greinir ekki milli kynja. Í ritmálinu táknar ufsilon venjulega joð, venjulegt sé (c) 'dj', setillu sé (ç) 'tj', setillu ess 'sj'. U táknar ú og tvípunkts ü táknar u (líkt og í þýsku). Ge með boga fyrir ofan (ğ) er yfirleitt hljóðlaust.

Staðreyndir strax Tyrkneska Türkçe, Opinber staða ...
Remove ads

Nokkrar setningar og orð

Nánari upplýsingar Türkçe, Íslenska ...
Remove ads

Persónufornöfn í tyrknesku

Nánari upplýsingar eintala, fleirtala ...
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads