Varsjárbandalagið
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Varsjárbandalagið var hernaðarbandalag Sovétríkjanna og nokkurra annarra kommúnistaríkja í Austur-Evrópu á tímum Kalda stríðsins. Það var stofnað í Varsjá þann 14. maí 1955 að frumkvæði Nikita Krústsjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Bandalagið var hugsað sem svar við Atlantshafsbandalagi vesturveldanna sem stofnað var 1949. Sérstaklega var það innganga Vestur-Þýskalands í NATO sem varð kveikjan að stofnun Varsjárbandalagsins.


Remove ads
Meðlimir
- Sovétríkin
- Albanía, dró sig úr bandalaginu 1968
- Austur-Þýskaland
- Búlgaría
- Pólland
- Rúmenía
- Tékkóslóvakía
- Ungverjaland
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads