Beaufort-kvarðinn

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads
Remove ads

Beaufort-kvarðinn eða vindstigakvarðinn er mælikvarði á vindstyrk þar sem vindhraði er flokkaður í 12 vindstig. Kvarðinn var hannaður árið 1806 af Francis Beaufort, breskum sjóliðsforingja og vindstigin voru skilgreind út frá sjólagi. Upprunalegi kvarðinn miðaðist ekki við vindhraða heldur aðstæður á sjó miðað við seglskútur, allt frá „rétt nægilegt til að stýra“ að „ekkert segl getur staðist“.

Kvarðinn var aðlagaður aðstæðum á landi frá því á 6. áratug 19. aldar og vindstigin bundin við snúninga á vindmæli. Hlutfallið milli vindstiga og snúninga var þó ekki staðlað fyrr en 1923 og mælikvarðanum var breytt lítillega síðar til að hann hentaði veðurfræðingum betur. Í dag eru hvirfilvindar stundum mældir samkvæmt kvarðanum með vindstig 12-16.

Áður var algengast að nota vindstig í veðurspám, en Veðurstofa Íslands gefur nú vindhraða í metrum á sekúndu (m/s).

Nánari upplýsingar Vindstig, Vindhraði (hnútar) ...
Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads