Alþjóðadómstóllinn
Alþjóðadómstóllinn (enska: International Court of Justice, franska: Cour internationale de justice ) er dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann var settur á laggirnar árið 1946 og hefur það hlutverk að leysa úr deilumálum sem að ríki vísa til hans og einnig að gefa ráðgefandi álit vegna lögfræðilegra álitaefna sem að allsherjarþingið eða öryggisráðið leggja fyrir hann, eða þá sérhæfðar undirstofnanir sem hafa til þess samþykki allsherjarþingsins í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt alþjóðadómstólsins er það grundvallarskjal sem að dómstóllinn byggir á og vinnur eftir, samþykktin er viðauki við stofnskrá S.þ. og því eru öll aðildarríki S.þ. aðilar að henni.
Read article
Nearby Places

Stofnunin um bann við efnavopnum