Map Graph

London

höfuðborg Englands og Bretlands

London er höfuðborg Englands og Bretlands. London er þriðja fjölmennasta borg Evrópu á eftir Moskvu og Istanbúl. Í London búa um 8,8 milljónir (2021). Allt að 14,8 milljónir manna búa á stórborgarsvæði London (2023) sem er það fjölmennasta í Vestur-Evrópu. Borgin stendur við endann á 80 km löngum árósum á bökkum árinnar Thames í suðausturhluta Englands á Stóra-Bretlandi. Þar hefur verið byggð í meira en tvö þúsund ár. Lundúnaborg er heiti á hinni fornu miðborg London þar sem nú er miðja fjármálahverfisins. Lundúnaborg var stofnuð af Rómverjum í kringum árið 50 og fékk nafnið Londinium. Ríkisstjórn og þing Bretlands hefur um aldir verið í Westminster, vestan við Lundúnaborg. Frá 19. öld hefur heitið „London“ vísað til stórborgarsvæðisins sem óx í kringum þessa tvo borgarkjarna og skiptist sögulega milli fimm sýslna: Middlesex, Essex, Surrey, Kent og Hertfordshire.

Read article
Mynd:London_Lead_Image.jpgMynd:United_Kingdom_adm_location_map.svgMynd:London_1300_Historical_Atlas_William_R_Shepherd_(died_1934).PNGMynd:London_SPOT_1005.jpgMynd:LondonNumbered.pngMynd:Plaza_de_Piccadilly_Circus_en_Londres.JPGMynd:Westminster.tube.station.jubilee.arp.jpgMynd:London_Bus_route_139_A.jpg