Map Graph

Síle

ríki í Suður Ameríku

Síle eða Chile, formlega Lýðveldið Síle, er land í Suður-Ameríku á langri ræmu milli Andesfjalla og Kyrrahafsins. Í norðri liggur landið að Perú, Bólivíu í norðaustri, Argentínu í austri og Drakesundi í suðri. Síle er syðsta land heims, og það land sem er næst Suðurskautslandinu. Kyrrahafið er einu landamæri landsins í vestri, þar sem strandlengjan er yfir 6.435 kílómetrar á lengd. Síle er 756 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar bjuggu 18,5 milljónir manna árið 2023. Yfirráðasvæði Síle nær út á Kyrrahafið og tekur til Juan Fernández-eyja, Desventuradas-eyja, Salas y Gómez-eyjar og Páskaeyjar, en sú síðastnefnda er í Pólýnesíu. Síle gerir tilkall til 1.250.000 km² af Suðurskautslandinu sem nefnist Yfirráðasvæði Síle á Suðurskautslandinu. Santíagó er höfuðborg og stærsta borg Síle. Spænska er opinbert mál í landinu.

Read article
Mynd:Flag_of_Chile.svgMynd:Coat_of_arms_of_Chile.svgMynd:CHL_orthographic_(+all_claims).svgMynd:Golpe_de_Estado_1973.jpgMynd:Agrupación_de_Familiares_de_Detenidos_Desaparecidos_de_Chile_(de_Kena_Lorenzini).jpgMynd:Izamiento_de_la_Gran_Bandera_Nacional_-_Presidentes_de_Chile.jpgMynd:Marcha_Mas_Grande_De_Chile_2019_Plaza_Baquedano_Drone.jpgMynd:Cuernos_del_Paine_from_Lake_Pehoé.jpgMynd:Chile_(+Antarctica_&_Islands),_administrative_divisions_-_en_-_colored_2018.svg