Æðsti leiðtogi Írans

From Wikipedia, the free encyclopedia

Æðsti leiðtogi Írans

Æðsti leiðtogi Írans (persneska: رهبر ایران‎‎, rahbar-e iran), stundum kallaður æðsti leiðtogi írönsku byltingarinnar (رهبر معظم انقلاب اسلامی, rahbar-e mo'azzam-e enghelab-e eslami) stundum kallaður æðstiklerkur Írans utan landsins, er þjóðarleiðtogi Írans og hæst setti stjórnmála- og trúarleiðtogi landsins.

Thumb
Ali Khamenei árið 2016.

Staðan var búin til eftir írönsku byltinguna í samræmi við hugmyndina um lögspekingaræði í íslam. Upphaflega var gert ráð fyrir að æðsti leiðtoginn væri æðstiklerkur (marja') samkvæmt tólfungaútgáfu sjía íslam úsúla en því var breytt árið 1989 þannig að leiðtoginn þyrfti aðeins að vera íslamskur fræðimaður og gæti verið lægra settur en æðstiklerkur.

Í Íran hafa aðeins verið tveir æðstu leiðtogar frá upphafi: Ruhollah Khomeini og Ali Khamenei (núverandi).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.