Derry eða Londonderry (írska: Doire eða Doire Cholmchille) er borg í Norður-Írlandi. Hún er önnur stærsta borg Norður-Írlands, og fjórða stærsta borg á eyjunni Írland. Gamla borg Londonderry lá vestan við ána Foyle, og gamla borg Derry lá fyrir austan við ána. Nú á dögum nær borgin yfir báðum megin árinnar. Þar í borginni eru tvær brýr sem spanna ána.

Foyle-á
Skemmdarverk á umferðarmerki við Derry.

Árið 2001 bjuggu 83.652 manns í Derry, og 90.663 manns samtals með úthverfum. Londonderry-höfn og City of Derry-flugvöllur liggja við borgina. Derry og nærliggjandi bærinn Letterkenny mynda stóra fjármálamiðstöð í Norður-Írlandi.

Derry liggur nærri við landmæri við Donegal-sýslu í Írska lýðveldinu. Borgin hefur verið tengd við Donegal-sýslu í margar aldir. Prinsinn St. Columba frá Tír Chonaill (gamla heiti á Donegal-sýslu) er talinn hafa stofnað borgina.

Það hefur verið mikið missætti um heiti borgarinnar. Opinbera heitið Londonderry stendur í Royal Charter sem borginni var gefið árið 1662. Þetta heiti var samþykkt aftur árið 2007 þegar ákvörðun var tekin í hæstiréttinum. Þrátt fyrir opinbera heitið er borgin þekkt sem Derry í daglegu tali, sem er enskt orð á fornírska heitinu Daire, stafað sem Doire á nútímaírsku, og þýðir „eikarlundur“. Heitið Derry er oftar notað af þjóðernissinnum, og er í notkun víða hjá kaþólskum mönnum þar. Londonderry er oftar notað af sameiningarsinnum, en Derry er í daglegri notkun hjá mótmælandum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.