DOI-númer (digital object identifier) eru kennimerki fyrir stafræn viðfangsefni sem eru nú víða notuð til þess að auðkenna fræðigreinar og opinber gagnasöfn. Kennimerkið er staðlað af Alþjóðlegu staðlastofnuninni.

Thumb
Merki DOI.

DOI er uppflettanlegt og bendir á einhverskonar upplýsingar um hlutinn. Þetta er gert með því að binda kennimerkið við lýsigögn um efnið, eins og netslóð, sem gefur til kynna hvar má finna hlutinn. Ef vefslóðin breytist er gagnagrunnurinn uppfærður, og kennimerkið nær þannig enn að vísa á réttan hlut. Þar sem hægt er að nýta DOI beint er það öðruvísi en önnur kennimerki eins og ISBN eða ISRC, sem eru eingöngu til þess að hafa einstakt auðkenni á hlutnum. Sem dæmi um DOI-númer má taka „10.1000/182“, sem vísar á handbókina um DOI-númer.

DOI-númer er útfærsla á handfangakerfinu, kerfi sem aðrar stofnanir geta einnig nýtt sér. Skemman, rafrænt varðveislusafn háskólasamfélagsins á Íslandi, nýtir sér handfangakerfið og virkar það á sama hátt.

DOI-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2000. Árið 2013 höfðu yfir 85 milljón kennimerki verið gefin út.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.