Netslóð

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Netslóð er dæmi um staðlað gagnaauðkenni (e. URI). Veffang er í almennu tali netslóð sem vísar á vefsíðu en netslóðir geta vísað á margt fleira en vefsíður, t.d. skjalamöppur á FTP-þjóni og margmiðlunarefni sem veitt er um MMS-þjón.


Dæmi um hvernig slóð er brotin niður:

   ftp://notandi:lykilorð@tildaem.is:992/farartaeki/bifreid?tegund=4dyra#framhluti
   \___/  \_____________/ \________/ \_/\_________________/\___________/\________/
     |            |            |        |          |             |          |
samskiptamáti innskráning    hýsill   port        slóð         beiðni  tengill/brot

Flestir nota þó aðeins lítinn hluta af svona slóð við að heimsækja vefsíður á netinu, t.d. bara samskiptamáta- og hýsils-hlutana (e. host).

Dæmi um innslátt í vafra:

http://tildaem.is
Remove ads

Bygging

Bygging netslóða segir til um hvernig slóðir eiga að vera byggðar upp og hvað gera eigi við þær.

Innskráning

Innskráning (e. login) er ekki mikið notuð á þann hátt sem hér birtist þar sem flestir vilja ekki að lykilorðið birtist í netslóðinni.

Hýsill

Hýsill (e. host) getur verið auðkenndur með IP-fangi (e. IP-Address) eða hýsilsnafni (e. host name). Hýsilsnafnið er venjulega DNS lén sem skiptist í tvo hluta; rótarlén (til dæmis .is) og Í dæminu að ofan er lénið "tildaem" og rótarlénið "is". Sérstakar skrifstofur sjá um úthlutun léna og stjórnar oft ein skrifstofa einu rótarléni. Á Íslandi er það ISNIC sem stjórnar úthlutun léna innan .is rótarlénsins. Rótarlénum er svo úthlutað af IANA (Internet Assigned Numbers Authority).

Port

Port-hlutinn segir til um á hvaða porti skuli reyna að tengjast. HTTP-staðallinn notar port 80 og er það því sjálfgefna gildið í flestum vöfrum sleppi notandi að slá port-númer inn.

Slóð

Slóðin segir til um hvaða gögn miðlarinn (hýsillinn) á að senda til biðlarans (notandans).

Beiðni

Beiðnar-hlutinn segir til um skilyrði sem gögnin skulu uppfylla.

Sé slóðar- og fyrirspurnar-hlutunum sleppt er náð í sjálfgefna síðu, sem skilgreind er af hýsli.

Brot/tengill

Tengill/brot segir til um hvar á síðunni eigi að byrja að birta gögnin.

EBNF

Hér er algengri byggingu staðlaðra gagnaauðkenna (e. URI) lýst í EBNF fyrir þá sem finnst lýsingin hér á undan óljós eða of löng, en Netslóðir eru stöðluð gagnaauðkenni.

netslóð = bygging ":" ( [ "//" [ hýsill ] "/" ] | [ hýsill ] ) [ slóð ] [ "?" beiðni ] [ "#" brot ]
bygging = stafur [ stafur | tala | "-" | "+" | "." |
hýsill = nafn | IPv4 | IP
slóð = bókstafir [ "/" slóð ]* | ""
beiðni = bókstafir "=" bókstafir [ "&" beiðni ]*
brot = bókstafir*

Lýsingin er að miklu leyti fengin úr RFC 3986.

Þessi greinarhluti er of stuttur, þú getur hjálpað til með því að bæta við hann.
Remove ads

Heimild

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads