Segulnorður er sá staður á norðurhveli jarðar þar sem segulsvið jarðarinnar vísar beint niður. Þessi staður er nálægt Norðurskautinu og jarðsegulnorðri. Vegna hreyfinga í ytri kjarna jarðar færist segulnorður til. Árið 2001 taldi Landmælingastofnun Kanada það vera hjá Ellesmere-eyju í Norður-Kanada við 81.3°N 110.8°V / 81.3; -110.8 (Segulnorður 2001) og árið 2005 var það talið vera við 83.1°N 117.8°V / 83.1; -117.8 (Segulnorður áætl. 2005). Árið 2009 var það enn innan tilkalls Kanada við 84.9°N 131.0°V / 84.9; -131.0 (Segulnorður 2009) og færðist í átt til Rússlands um 34 til 37km á ári. Árið 2012 er segulnorður talið vera við 85.9°N 147.0°V / 85.9; -147.0 (Magnetic North Pole 2012 est).

Thumb
Ferð segulnorðurs um norðurskautssvæði Kanada frá 1831-2007

Hornið milli rétts norðurs og segulnorðurs á tilteknum stað nefnist misvísun. Misvísunin er því meiri sem nær dregur Norðurskautinu.

Fyrr á öldum töldu menn að segulnálar vísuðu til segulmagnaðrar eyju eða fjalls í hánorðri, eða jafnvel til Pólstjörnunnar. Fyrstur til að setja fram þá hugmynd að jörðin væri stór segull var enski náttúrufræðingurinn William Gilbert í bókinni De Magnete sem kom út árið 1600.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.