Æxlunarfæri

From Wikipedia, the free encyclopedia

Æxlunarfæri
Remove ads

Æxlunarfæri, æxlunarkerfi eða kynfærakerfi eru líffærakerfi í lífverum sem notast við kynæxlun.[1] Æxlunarkerfið nær yfir öll líffæri sem taka þátt í kynæxlun, þar á meðal kynfærin, og ýmis önnur efni, eins og boðefni, lyktarefni og aðra vessa, sem tengjast henni. Ólíkt flestum öðrum líffærakerfum getur verið mikill munur á æxlunarfærum lífvera eftir kyni þeirra. Tilgangurinn með þessum mun er að styðja við flutning erfðaefnis milli einstaklinga af ólíku kyni sem aftur tryggir að afkvæmi þeirra hafi hluta af erfðaefni þeirra beggja.

Thumb
Mynd sem útskýrir æxlunarfæri kvenna.
Thumb
Mynd sem sýnir æxlunarfæri karla.

Öll hryggdýr hafa kynkirtla sem framleiða kynfrumur. Kvendýr hafa svo eggrás sem liggur að opi á líkamanum, oftast að gotrauf, en stundum að sérstöku opi eins og leggöngum. Spendýr hafa kynfæri (typpi og píku) auk innri líffæra (til dæmis eggjastokka og eistu). Hryggleysingjar hafa aftur á móti mun fjölbreyttari æxlunarfæri, þótt flestir þeirra leggi egg. Ef undan eru skilin liðdýr og smokkar, eru nær allir hryggleysingjar tvíkynja og stunda ytri frjóvgun.

Remove ads

Tilvísanir

Tengt efni

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads