Þingkosningar í Frakklandi 2024

From Wikipedia, the free encyclopedia

Þingkosningar í Frakklandi 2024
Remove ads

Þingkosningar fóru fram í Frakklandi 2024. Fyrri umferð kosninganna fór fram 30. júni en sú síðari 7. júlí. Kosið var um 577 þingsæti í franska þjóðþinginu sem er neðri deild löggjafarþingsins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, rauf þing og boðaði til kosninganna eftir stórsigur Þjóðfylkinginarinnar í Evrópuþingskosningunum sem fram fóru 9. júní en framboðslisti miðjumanna sem styðja Macron beið afhroð í þeim kosningum og tapaði miklu fylgi.[1]

Staðreyndir strax Flokkur, Formaður ...

Kosið var í einmenningskjördæmum í tveimur umferðum. Í fyrri umferð sigrar sá sem hlýtur hreinan meirihluta atkvæða í kjördæminu. Ef enginn frambjóðenda nær því er haldin seinni umferð með þeim frambjóðendum sem náðu fylgi að minnsta kosti 1/8 hluta kjósenda á kjörskrá (en þó alltaf tveimur efstu) í fyrri umferðinni. Í síðari umferðinni sigrar sá sem fær flest atkvæði.

Nýja alþýðufylkingin, kosningabandalag vinstri flokka, stóð uppi sem sigurvegari kosninganna. Bandalag miðjuflokka lenti í öðru sæti en Þjóðfylkingin lenti í þriðja sæti. Velgengni vinstra bandalagsins kom nokkuð á óvart en skoðanannanir höfðu bent til að Þjóðfylkingin myndi ná mun meiri árangri en raun varð. Talið var að óvenju mikil kjörsókn og taktísk kosning á móti Þjóðfylkingunni hafi ráðið úrslitum. Í kjölfar kosninganna baðst Gabriel Attal lausnar frá embætti forsætisráðherra Frakklands þar sem stjórn hans hafði ekki lengur meirihluta á þingi.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads