Þrepapýramídi

From Wikipedia, the free encyclopedia

Þrepapýramídi
Remove ads

Þrepapýramídi er bygging þar sem hver hæð er inndregin á allar hliðar miðað við hæðina fyrir neðan. Heildarbyggingin minnir þannig á pýramída. Þrepapýramídar þekkjast víða um heim, án þess að nokkur sýnileg tengsl séu á milli þeirra samfélaga sem reistu þá. Þetta byggingarform gæti hafa komið til vegna lægri massamiðju miðað við byggingu með lóðréttum hliðum og þannig meiri stöðugleika.

Thumb
Þrepapýramídar í Teotihuacan í Mexíkó.

Þekkt dæmi um þrepapýramída er að finna í hofbyggingum frá Mesópótamíu (siggurat),[1] grafhýsum í Egyptalandi hinu forna þar sem þeir mynda byggingarstig milli mastaba úr leirhleðslum og eiginlegra pýramída, og hofbyggingum Maja, Asteka og Tolteka í Mið-Ameríku. Minna þekkt dæmi um þrepapýramída eru frá Sardiníu,[2] Nígeríu,[3] Bandaríkjunum,[4] Kambódíu[5] og Japan,[6] meðal annars.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads