Þrepapýramídi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Þrepapýramídi er bygging þar sem hver hæð er inndregin á allar hliðar miðað við hæðina fyrir neðan. Heildarbyggingin minnir þannig á pýramída. Þrepapýramídar þekkjast víða um heim, án þess að nokkur sýnileg tengsl séu á milli þeirra samfélaga sem reistu þá. Þetta byggingarform gæti hafa komið til vegna lægri massamiðju miðað við byggingu með lóðréttum hliðum og þannig meiri stöðugleika.

Þekkt dæmi um þrepapýramída er að finna í hofbyggingum frá Mesópótamíu (siggurat),[1] grafhýsum í Egyptalandi hinu forna þar sem þeir mynda byggingarstig milli mastaba úr leirhleðslum og eiginlegra pýramída, og hofbyggingum Maja, Asteka og Tolteka í Mið-Ameríku. Minna þekkt dæmi um þrepapýramída eru frá Sardiníu,[2] Nígeríu,[3] Bandaríkjunum,[4] Kambódíu[5] og Japan,[6] meðal annars.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads