Þuríður Pálsdóttir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Þuríður Pálsdóttir (11. mars, 1927, d. 12. ágúst, 2022) var íslensk óperusöngkona og tónlistarkennari. Hún stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967. Hún var yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans 1973. Þuríður tók þátt í mörgum óperuuppfærslum á Íslandi og erlendis.

Þuríður var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1982 og hlaut heiðursverðlaun leiklistarsambands Íslands, Grímuna, árið 2008.

Þuríður var dóttir Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara og Kristínar Norðmann píanókennara. Afi Þuríðar var Ísólfur Pálsson, organisti og tónskáld. Eiginmaður Þuríðar var Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri. Þau eignuðust þrjú börn.[1]

Remove ads

Tengt efni

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads