Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads

Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn, (danska: Københavns Hovedbanegård, København H eða í daglegu tali Hovedbanegården) er aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn. Þar tengjast lestir sem liggja um Danmörku en stöðin er einnig sú brautarstöð í Skandinavíu þar sem flestar lestir fara til áfangastaða erlendis. Á hverjum degi fara um 90 þúsund farþegar um Aðaljárnbrautarstöðina.
Remove ads
Saga

Núverandi aðaljárnbrautarstöð er sú þriðja í röðinni, opnuð árið 1911, en sú fyrsta var tekin í notkun 26. júní 1847 þegar lestarteinar voru lagðir til Hróarskeldu. Hún var í Dronningens Enghave og var kölluð Københavns Station og var þá eina brautarstöðin í borginni.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads