Abdullah Öcalan

Kúrdískur stjórnmálamaður og stofnandi Verkalýðsflokks Kúrda (PKK) From Wikipedia, the free encyclopedia

Abdullah Öcalan
Remove ads

Abdullah Öcalan (f. 4. apríl 1948[1][2] eða 1949[3]) er kúrdneskur aðgerðasinni, stjórnmálamaður og stjórnspekingur frá Tyrklandi. Hann er einn helsti leiðtogi kúrdneskra aðskilnaðarsinna í Tyrklandi. Hann stofnaði og stýrði Verkalýðsflokki Kúrda (PKK), vopnaðri hreyfingu kúrdneskra þjóðernissinna, þar til hann var handtekinn árið 1999. Öcalan hefur dvalið í fangelsi í Tyrklandi síðan þá en hann er enn talinn æðsti leiðtogi PKK og tengdra samtaka í Tyrklandi, Sýrlandi og Írak.

Staðreyndir strax Fæddur, Þjóðerni ...

Stuðningsmenn Öcalans kalla hann gjarnan „Apo“, sem er stytting á Abdullah á tyrknesku en þýðir líka frændi á kúrdísku.[4][5]

Samkvæmt umfjöllun Die Zeit stýrði Öcalan PKK með harðri hendi og andstæðingar hans áttu á hættu að vera drepnir.[6]

Remove ads

Uppvöxtur og bakgrunnur

Öcalan ólst upp hjá fátækri bóndafjölskyldu í Riha (Urfa) í Tyrklandi. Samkvæmt Al Jazeera var móðir hans tyrknesk.[7] Hann mótaði stjórnmálaskoðanir sínar á áttunda áratugnum þegar hann nam stjórnmálafræði við Háskólann í Ankara.

Að sögn Öcalans var faðir hans Kúrdi en móðir hans Túrkmeni.

Starfsferill

Öcalan stofnaði Verkalýðsflokk Kúrda (PKK) árið 1978.[6] Hann skilgreindi PKK sem marx-lenínísk samtök en gagnrýndi um leið stjórn Sovétríkjanna.[8] Eftir valdarán hersins í Tyrklandi árið 1980 var lýst yfir neyðarástandi á kúrdneskum svæðum og Öcalan neyddist til að yfirgefa landið.[4] Öcalan bjó í Sýrlandi í 15 ár og vann meðal annars að því að stofna tengslanet vopnaðra stuðningshópa um alla Evrópu. Hann fór frá Sýrlandi árið 1998 þegar Tyrkland hóf, ásamt Bandaríkjunum, að beita Sýrland pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi.[9]

Ágreiningurinn milli Tyrklands og Sýrlands vegna Öcalans olli ótta um vopnuð átök milli ríkjanna. Sýrland hafði stutt PKK til þess að setja þrýsting á Tyrki, sér í lagi í tengslu við Efrat-stífluna. Fjandsamleg stefna stjórnvalda gegn Kúrdum naut víðtæks stuðnings almennings í Tyrklandi. Árið 1998 viðurkenndi Öcalan að stríðið gegn tyrkneskri stjórn væri tapað. Hann fór í útlegð til Rómar og ætlaði að stýra starfsemi PKK á pólitískum vettvangi. Á tíunda áratugnum talaði Öcalan fyrir því að Tyrkir og Kúrdar byggju saman í sambandsríkisvissneskri fyrirmynd.[6]

PKK er skilgreint sem hryðjuverkasamtök, meðal annars af Bandaríkjunum og Evrópusambandinu.[10][11]

Handtaka

Eftir að Öcalan var vísað frá Sýrlandi neituðu mörg ríki, meðal annars Rússland, Þýskaland, Holland og Grikkland, að veita honum hæli. Hann ferðaðist frá Rússlandi til Ítalíu en var handtekinn þar þann 12. nóvember 1998 á flugvellinum í Róm með falsað vegabréf.[12] Ítölsk yfirvöld héldu honum í gæsluvarðhaldi á meðan framsalsbeiðni frá Þýskalandi var tekin til umfjöllunar. Þjóðverjar vildu fá Öcalan framseldan vegna morðsins á Zülfü Gök í Rüsselsheim árið 1984.[6] Gök var fyrrum samstarfsmaður Öcalans í PKK og var talinn hafa verið drepinn að skipan Öcalans. Þjóðverjar drógu framsalsbeiðnina að lokum til baka, líklega af ótta við viðbrögð um 50.000 stuðningsmanna PKK í Þýskalandi. Yfirvöld í Þýskalandi óttuðust að átökin í Tyrklandi myndu breiðast út til Þýskalands, þar sem um tvær milljónir tyrkneskra ríkisborgara voru búsettar, þar á meðal margir af kúrdísku þjóðerni. Ítölsk stjórnvöld handtóku hann á grunvelli átta ára gamallar handtökuskipunar en Þjóðverjar höfðu samið við Öcalan og veitt PKK nokkuð athafnafrelsi í skiptum fyrir að ofbeldisaðgerðum væri ekki beitt.[12] Ítalir vildu ekki framselja Tyrkjum Öcalan þar sem hann átti von á dauðarefsingu þar í landi.[9]

Öcalan var leyft að fara frá Ítalíu þegar vera hans í landinu olli kreppu í sambandi ríkisins við Tyrkland. Deilurnar um framsal Öcalans leiddu til uppþota í tyrkneskum borgum og hópslagsmála milli Kúrda og Tyrkja.[6] Öcalan leitaði loks í febrúar 1999 til sendiráðs Grikkja í Naíróbí í Keníu. Eftir nokkrar vikur í sendiráðinu var hann talinn á að ferðast til Hollands. Á leið til flugvallarins var hann hins vegar framseldur tyrkneskum hermönnum með samþykki kenískra stjórnvalda og fluttur til Tyrklands.[9] Líklega fengu Tyrkir stuðning Bandaríkjanna við að finna hann og taka hann til fanga. Á þessum tíma voru 100 bandarískir leyniþjónustumenn og lögreglumenn í Naíróbí vegna rannsóknarinnar á spengjuárásanna á bandarísku sendiráðin í Keníu og Tansaníu í ágúst 1998. Mossad hafði eftirlit með Öcalan en óljóst er hvort Mossad aðstoðaði Tyrki.[9][12]

Dómur og fangelsisvist

Öcalan var þann 29. júní 1999 dæmdur til dauða fyrir landráð, aðskilnaðarstefnu og morð. Tyrkland afnam hins vegar dauðarefsingar á friðartíma vegna þrýstings frá Evrópusambandinu árið 2002 og því var dómnum breytt í lífstíðarfangelsi. Upp frá því hefur Öcalan verið fangi á fangaeyjunni İmralı í Marmarahafi nálægt Istanbúl. Hann var lengi eini fanginn á eyjunni.[13] Hans er gætt af 1.000 hermönnum.

Samskipti Öcalans við umheiminn eru af skornum skammti og allir sem vilja heimsækja hann verða að fá sérstakt leyfi. Honum er aðeins leyft að horfa á tilteknar sjónvarpsstöðvar og hlusta á tilteknar útvarpsstöðvar. Hann má þó lesa hvaða bækur sem hann vill. Hann hefur stundum verið settur í einangrun ef hann gerir ekki það sem fangaverðir vilja. Samkvæmt lögfræðingum Öcalans hefur hann stundum verið sviptur rétti til fjölskylduheimsókna, bóka og útvarps í tuttugu daga í senn. Árið 2009 bundu tyrknesk stjórnvöld enda á einangrun Öcalans með því að flytja fleiri fanga til İmralı.[14] Nýtt fangelsi var byggt eftir að Nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum heimsótti eyjuna og mótmælti meðferðinni á Öcalan.[15][16]

Thumb
Stuðningsmenn Öcalans mótmæla í London í apríl 2003.
Remove ads

Friðarviðræður

Þann 21. mars 2013 gaf Öcalan út yfirlýsingu þar sem hann hvatti hermenn PKK til að lýsa yfir vopnahléi og yfirgefa stöðvar sínar í Írak.[17] Yfirlýsingunni var fagnað af hundruðum þúsunda mótmælenda í Amed (Diyarbakir) og af Kúrdum almennt. Yfirlýsingin var gefin út eftir hálf-óformlegar viðræður milli Öcalans og fulltrúa tyrkneskra yfirvalda. Tyrkneski forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdoğan sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt en þó ylti mikið á framhaldinu.[18] Friðarviðræður PKK við tyrkneska ríkið fóru út um þúfur árið 2015 eftir að Tyrkir gerðu loftárásir á bækistöðvar PKK í norðurhluta Írak.[19]

Þann 27. febrúar 2025 gaf Abdullah Öcalan út yfirlýsingu þar sem hann hvatti til þess að liðsmenn PKK legðu niður vopn og að samtökin yrðu leyst upp.[20]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads