Adam Rodríguez

From Wikipedia, the free encyclopedia

Adam Rodríguez
Remove ads

Adam Michael Rodríguez (fæddur 2. apríl 1975) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Eric Delko í CSI: Miami.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...

Einkalíf

Rodríguez fæddist í New York og er af kúbönskum og púertó rískum uppruna. [1] Hann stundaði nám við Clarkstown High School North í New York-borg, ásamt NFL leikmanninum Keith Bulluck, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1993. Rodríguez ætlaði sér að verða atvinnumaður í körfubolta en eftir meiðsli í menntaskóla sneri hann sér að leiklistinni og kom fram í barnaleikhúsi í New York. Áður en hann gerðist leikari vann hann sem verðbréfamiðlari.

Rodríguez skiptir tímanum sínum á milli NY og LA, ásamt því að eiga hús í Púertó Ríkó.

Kom hann fram í tímaritinu People „Sexiest Man Alive“ og í spænska People-tímaritinu „25 Most Beautiful People“.

Remove ads

Ferill

Tónlistamyndbönd

Rodríguez hefur komið fram í tónlistarmyndbandi Jennifer Lopez frá 1999 If You Had My Love, Busta Rhymes Respect My Conglomerate, Lionel Richie I Call it Love, á móti Nicole Richie, Melanie Fiona It Kills Me og 50 Cent Many Men, með Rory Cochrane. Einnig kom hann fram í Obama-myndbandinu, Yes We Can.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk hans var árið 1997 í NYPD Blue. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Brooklyn South, Law & Order, Felicity, Roswell og Psych.Lék hann Bobby Talercio í Ugly Betty frá 2009-2010.

Árið 2002 var honum boðið hlutverk Eric Delko í CSI: Miami sem hann lék til ársins 2009.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Rodríguez var árið 2000 í kvikmyndinni Details. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Keeper of the Past, Unknown, 15 minutes of Fame, Let the Game Begin og Magic Mike.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Verðlaun og tilnefningar

ALMA verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríur fyrir CSI: Miami.

Image verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir I Can Do Bad All by Myself.

Image Foundation verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads