Adam Rodríguez
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Adam Michael Rodríguez (fæddur 2. apríl 1975) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Eric Delko í CSI: Miami.
Einkalíf
Rodríguez fæddist í New York og er af kúbönskum og púertó rískum uppruna. [1] Hann stundaði nám við Clarkstown High School North í New York-borg, ásamt NFL leikmanninum Keith Bulluck, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1993. Rodríguez ætlaði sér að verða atvinnumaður í körfubolta en eftir meiðsli í menntaskóla sneri hann sér að leiklistinni og kom fram í barnaleikhúsi í New York. Áður en hann gerðist leikari vann hann sem verðbréfamiðlari.
Rodríguez skiptir tímanum sínum á milli NY og LA, ásamt því að eiga hús í Púertó Ríkó.
Kom hann fram í tímaritinu People „Sexiest Man Alive“ og í spænska People-tímaritinu „25 Most Beautiful People“.
Remove ads
Ferill
Tónlistamyndbönd
Rodríguez hefur komið fram í tónlistarmyndbandi Jennifer Lopez frá 1999 If You Had My Love, Busta Rhymes Respect My Conglomerate, Lionel Richie I Call it Love, á móti Nicole Richie, Melanie Fiona It Kills Me og 50 Cent Many Men, með Rory Cochrane. Einnig kom hann fram í Obama-myndbandinu, Yes We Can.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk hans var árið 1997 í NYPD Blue. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Brooklyn South, Law & Order, Felicity, Roswell og Psych.Lék hann Bobby Talercio í Ugly Betty frá 2009-2010.
Árið 2002 var honum boðið hlutverk Eric Delko í CSI: Miami sem hann lék til ársins 2009.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Rodríguez var árið 2000 í kvikmyndinni Details. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Keeper of the Past, Unknown, 15 minutes of Fame, Let the Game Begin og Magic Mike.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Verðlaun og tilnefningar
ALMA verðlaunin
- 2008: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríur fyrir CSI: Miami.
Image verðlaunin
- 2010: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir I Can Do Bad All by Myself.
Image Foundation verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads