Stórforeldri
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Stórforeldri,[1] afaforeldri[2] eða einfaldlega afi og amma, er foreldri foreldra þess einstaklings sem miðað er við, ýmist móður eða föður. Á íslensku nefnist faðir foreldris þess einstaklings „afi“ en móðir þess „amma“. Sérhver lífvera sem verður til við kynæxlun og er ekki erfðafræðilegur blendingur á fjögur stórforeldri, átta langforeldri (langömmur og langafa), sextán langalangforeldri (langalangömmur og langalangafa) og svo framvegis. Í gegnum mannkynssöguna hefur fjöldi þeirra einstaklinga sem lifa nógu lengi til að verða stórforeldri aukist, án þess að ástæður aukins langlífis séu með öllu ljósar.[3] Ein afleiðing þess er að með því að þrjár kynslóðir lifa samtíða, í stað tveggja áður, varðveitast upplýsingar betur sem annars hefðu glatast, til dæmis upplýsingar um vatnsból á þurrkatímum.[4][5]

Í þeim tilvikum þar sem foreldrar eru ekki til staðar eða geta ekki séð um ummönnun barna (til dæmis af fjárhagsástæðum, vegna hjúskaparstöðu, veikinda eða dauða[6]) gerast stórforeldrar oft umönnunaraðilar. Í hefðbundnum samfélögum hafa stórforeldrar oft skilgreint hlutverk í uppeldi og umönnun barnabarna. Í læknisfræðilegum skilningi er stórforeldri annars stigs ættingi barnabarna sinna þar sem 25% erfðamengis þeirra skarast.[7]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
